Nokkrum dögum fyrir opinbert upphaf 2022 tímabilsins í League of Legends byrjaði Riot Games að afhjúpa ýmsar væntanlegar uppfærslur og breytingar fyrir leikinn.
Fyrr í vikunni afhjúpaði fyrirtækið væntanlega hetju sem kemur í leikinn og heitir hún Zeri, neisti Zauns en hún er þá 158. hetja tölvuleiksins.
Zeri er höfuðsterk og hugrökk ung kona úr verkamannastétt Zaun sem hleður sjálfa sig og sérsniðna byssu sína með raftöfrum, samkvæmt ævisögu hennar.
Töfrar hennar spegla líka tilfinningarnar hennar og sem samúðarfull manneskja ber hún ást hennar til fjölskyldunnar og heimili með sér í alla hennar bardaga.
Riot Games hefur enn ekki tilkynnt hvenær hægt verður að spila hetjuna.