Spilar Counter-Strike á Nintendo DS

Fewnity spilar Counter-Strike á Nintendo DS tölvu.
Fewnity spilar Counter-Strike á Nintendo DS tölvu. Skjáskot/YouTube/Fewnity

Tölvuleikjaforritarinn Fewnity hefur fundið leið til þess að spila tölvuleikinn Counter-Strike á Nintendo DS leikjatölvu.

Fewnity birti myndband af sér á streymisveitunni YouTube þar sem hann sýnir frá því þegar hann spilar fyrstu persónu skotleikinn Counter-Strike í gegnum Nintendo DS leikjatölvu og deilir hann með öðrum hvernig þeir geti gert slíkt hið sama.

Er þetta verkefni sem hann hafði verið að vinna sjálfur að og undir myndbandinu segir hann að leikurinn sé enn í vinnslu og að sumar gloppur megi finna í þessarri alpha-útgáfu.

Fjölspilun verði aðgengileg í framtíðinni en sem stendur er einungis hægt að spila við vélmenni (e. bots).

Hér að neðan má horfa á hann spila leikinn með Nintendo DS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert