Sló heimsmet í Clone Hero

Skjáskot/YouTube/CarnyJared

Tölvuleikjaspilarinn CarnyJared sló nýlega heimsmet eftir að hafa spilað lagið Through the Fire and Flames með Dragonforce í tölvuleiknum Clone Hero á 275% hraða.

CarnyJared streymir reglulega frá sjálfum sér að spila og er hann þekktur fyrir að spila tölvuleik sem er alveg eins og Guitar Hero, nema að hann heitir Clone Hero.

Er hann því kunnugur leiknum og hefur áður tekið Through The Fire And Flames lagið, sem er talið eitt erfiðasta lagið í leiknum, á meðan hann borðaði einn sterkasta pipar í heimi, draugapipar.

Hér að neðan má horfa á myndbandið þar sem CarnyJared spilar lagið á 275% hraða og slær með því heimsmet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert