Almenna mótaröðin í tölvuleiknum Overwatch er að fara af stað á ný og er undirbúningur nú þegar hafinn. Keppt verður um síðasta sætið í Úrvalsdeildinni í kvöld.
Í kvöld klukkan 18:00 mætast liðin Þorbjörn frá Grindavík og Hrútar frá Sauðárkróki og sem fyrr segir keppa þau um síðasta plássið í Úrvalsdeildinni í Overwatch á Íslandi.
Nú þegar eru liðin Böðlar, Atgeirar, Tröll, Musteri, XY, Bölvun og Silfur búin að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni.
Eftir leikinn í kvöld mun þá annaðhvort Hrútar eða Þorbjörn detta niður í Opnu Deildina þar sem liðin Útlagar, Musteri Akademían, Bölvun Akademían, XY Akademían, Djáknar, Fylkir, Kartöflur og Berserkir sitja.
Hægt er að fylgjast með leiknum í kvöld beinni á Twitch-rásunum Overwatch Iceland og Rafithrottir en einnig hafa áhugasamir kost á að horfa á leikinn í rafíþróttahöllinni Arena.