FIFA 22 Ultimate Team leikmaður lenti illa í því þegar hann eyddu óvart miklum pening sem hann hafði safnað sér innanleikjar í uppfærsluhluti fyrir fótboltavöllinn.
Leikmaðurinn, shoeflyshoe, hafði gleymt að læsa símanum sínum og sett hann opinn í vasann sinn og á einhvern hátt hafði símanum tekist að versla uppfærsluhluti fyrir 100,000 krónur (e. coins) innanleikjar.
Deildi shoeflyshoe skjáskoti af klúðrinu á Reddit síðu FIFA samfélagsins.