Dreymir sem Super Mario

Charles Martinet talar fyrir Mario í Super Mario.
Charles Martinet talar fyrir Mario í Super Mario. Skjáskot/game-news24

Eftir að hafa leikið Mario í yfir þrjátíu ár segir leikarinn Charles Martinet að hann dreymi sem Mario. Að hann fljúgi í loftinu og syndi í sjónum sem þessi ítalski pípari.

Kemur þetta fram í nýlegu viðtali hjá Retro Gamer þar sem Martinet fór um víðan völl, frá því að hann fékk fyrst hlutverkið sem Mario að því þegar hann talaði í tölvuleikjaheimildarmyndinni High Score sem hægt er að horfa á á Netflix.

Ein af spurningunum sem hann fékk var hvernig hann færi að því að undirbúa sig fyrir talsetningu Marios. Svaraði Martinet að það væri ekki erfitt að koma sér inn í hlutverkið.

„Þessar persónur eru alltaf þarna fyrir mér,“ segir Martinet

„Ég meina, mig dreymir sem Mario, fljúgandi yfir vötn eða sjó eða í tunglskininu. Stundum dreymir mig meira að segja í tvívíðum heimi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert