Tekur yfir 500 klukkustundir að klára

Dying Light 2 Stay Human tekur yfir 500 klukkustundir að …
Dying Light 2 Stay Human tekur yfir 500 klukkustundir að klára. Grafík/Techland/Dying Land 2

Í tísti sem birt var um helgina tilkynnti Techland að það tæki um 500 klukkustundir að klára væntanlegan framhaldsleik frá þeim. Það jafngildir því að spila í rúma tuttugu sólarhringa samfleytt.

Frá Warsaw til Madrid

„Til þess að klára Dying Light 2 Stay Human að fullu, þarftu að spila í að minnsta kosti 500 klukkustundir - næstum því jafn lengi og það tekur að labba frá Warsaw til Madrid!“ segir í tístinu.

Endurmótað heiminn

Það styttist óðum í útgáfu The Dying Light 2 Stay Human en hann verður gefinn út þann 4. febrúar.

„Veiran vann og siðmenningin hefur fallið aftur til myrkra miðalda. Borgin, ein af síðustu mannabyggðunum, er á barmi hruns. Notaðu lipurð þína og bardagahæfileika til að lifa af og endurmóta heiminn. Þitt val skiptir máli,“ segir á Steam um leikinn.

Fjölbreytt úrval

Mbl hefur áður fjallað um tölvuleikinn en nýlega bárust fregnir af fjölbreyttu úrvali á klæðnaði persóna innanleikjar. Leikmenn hafa yfir 500 valmöguleika til þess að klæða persónur sínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert