Tölvuleikjafyrirtækið Croteam tilkynnti væntanlegan tölvuleik í gær, Serious Sam: Siberian Mayhem, sem lýst er sem sjálfstæðum kafla í vinsælli skotleikjaseríu.
Þessi leikur, sem er þróaður í samvinnu við nýstofnað rússneskt stúdíó, Timelock Studio, kemur út þann 25. janúar og verður aðgengilegur fyrir PC-tölvur.
Ekki er algengt að svona stutt sé á milli opinberun tölvuleiks og útgáfu en áhugavert verður að fylgjast með vinsældum hans eftir útgáfu.