Ráðið í drauma og pressuliðið

Rafíþróttasamtök Íslands hafa verið að undirbúa sérstakan viðburð fyrir Úrvalsdeildina í Counter-Strike þar sem að Draumaliðið mætir Pressuliðinu en samfélagið fékk að kjósa í liðin.

Samfélagið kaus

Undanfarið hafa Rafíþróttasamtök Íslands verið að birta færslur á samfélagsmiðlum með tíu mismunandi leikmönnum Vodafone-deildarinnar.

Í gegnum samfélagsmiðlana hefur samfélagið fengið að kjósa leikmenn í svokallað Draumaliðið en þeir leikmenn sem ekki náðu í Draumaliðið fara í Pressuliðið.

Í beinni útsendingu

Er nú búið að kjósa í liðin og eru það leikmennirnir Jolli, Pat, j0n, Vargur og b0ndi sem skipaðir voru í Draumaliðið. Leikmennirnir Bjarni, brnr, snky, Narfi og Allee munu spila sem Pressuliðið.

Annað kvöld, klukkan 19:15, munu liðin mætast í beinni útsendingu á Stöð2 Esports en einnig verður streymt frá leiknum á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert