Rafíþróttasamtök Íslands ákváðu að halda til sérstaks viðburðs þar sem að samfélagið fékk að kjósa úr leikmönnum Vodafonedeildarinnar í Draumaliðið og Pressuliðið.
Er nú komið að því og leikurinn hafinn en keppt er í tölvuleiknum Counter-Strike.
Í Draumaliðinu eru leikmennirnir Jolli, Pat, j0n, Vargur og b0ndi en í Pressuliðinu eru leikmennirnir Bjarni, brnr, snky, Narfi og Allee.
Mikið er búið að vera um undarlegar truflanir í útsendingum Vodafonedeildinni sem og á GameTíví og hafa stjórnendur Rafíþróttasamtaka Íslands lýst yfir miklum áhyggjum sínum vegna þessa.
Hér að neðan er hægt að horfa á útsendinguna í beinni en einnig er hægt að fylgjast með viðburðinum á Stöð2 Esports.
https://www.twitch.tv/rafithrottir