Tölvuleikurinn God of War sem kom fyrst út árið 2018 fyrir PlayStation leikjatölvur er nú lentur á leikjaveitunni Steam og því hægt að spila hann á Windows-stýrikerfi eða í gegnum PC-tölvur.
Samkvæmt tölfræði frá SteamDB náði leikurinn nýjum hæðum þegar 73.529 leikmenn spiluðu samtímis í gær.
God of War er hlutverkaleikur frá Santa Monica Stúdíóinu og hefur verið mjög vinsæll á meðal PlayStation leikmanna, þar sem að leikinn var áður aðeins hægt að spila á Playstation. Áhugavert verður að fylgjast með hvort takist jafn vel til nú þegar hægt er að spila leikinn á PC-tölvum.