Annan hvern þriðjudag fær Móna Lind, einnig þekkt sem DiamondMynXx, úr streymisþættinum Queens til sín gest þar sem hún auk gestsins gera eitthvað sniðugt fyrir áhorfendur og spila saman tölvuleik í beinni útsendingu.
Efnishöfundurinn og tölvuleikjaspilarinn Óla Blöndal, einnig þekkt sem olalitla96, var gestur í nýjasta streymisþætti Queens en í þeim þætti máluðu stelpurnar sig sem Jókerinn og It áður en spilið hófst.
Spiluðu stelpurnar tölvuleikinn Phasmophobia en Óla hefur áður verið að streyma reglulega af þeim tölvuleik á sinni eigin streymisrás, olalitla96.
Hér að neðan má horfa á streymið í heild sinni.