Ástbjört Viðja
Þróunaraðili í tölvuleiknum Sims 4 greindi nýlega frá því í opinberu Sims 4 streymi að möguleiki á að velja fornöfn fyrir Sims-persónur væri væntanlegur.
Í streyminu ræddu nokkrir lykilmenn Sims 4-teymisins við mismunandi kynjafræðinga til þess að ræða þessa uppfærslu auk þess að sýna áhorfendum frá því hvernig uppfærslan mun koma fram í leiknum.
First look at the customizable pronouns feature coming to #TheSims4! pic.twitter.com/n1S6Caxtkb
— Sims Community (@TheSimCommunity) January 18, 2022
Teymið gerði það ljóst í streyminu að uppfærslan væri ekki fullbúin en hægt verður að ákvarða fornöfn Sims-persónanna í valmyndinni þar sem persónurnar eru búnar til og hannaðar.
Hér að neðan má horfa á streymið í heild sinni en spólað hefur verið fram að því þar sem þróunaraðilar ræða um hluta fornafna í uppfærslunni.