Tölvuleikurinn Rainbow Six Extraction er lentur en aðdáendur Rainbow Six leikjaseríunnar hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum.
Rainbow Six Extraction er fyrstu persónu skotleikur sem gerist í geimnum og takast leikmenn á við hættulegar geimverur.
Leikmenn geta hópað sig upp í þriggja manna teymi og fá að upplifa einstaka PVE (Player VS Enviroment) leikjaupplifun en það er þegar leikmenn takast á við og berjast við verur í umhverfinu sem leikurinn sjálfur býður upp á.
Hægt er að kaupa leikinn frá og með deginum í dag í gegnum Epic Games verslunina en hann er einnig fáanlegur með áskrift að Xbox Game Pass, PC Game Pass og Xbox Game Pass Ultimate.