Næstu seríu, season 2, í Call of Duty leikjaseríunni verður seinkað vegna viðvarandi vandamála í leikjunum Warzone, Vanguard og Modern Warfare. Sería númer tvö í þessum fjölspilunarleikjum hefst þann 14. janúar í stað 2. janúar eins og upprunalega var áætlað.
Þróunaraðilar Call of Duty hafa haft mikið á sinni könnu frá því að fyrsta serían hófst í desember. Allt frá jöfnun vopna til ósýnilegra búninga í versluninni, Warzone og Vanguard spilarar hafa látið vita af ýmsum gloppum og vandamálum sem finnast innanleikjar.
„Við finnum fyrir gremju ykkar og heyrum skýrt og greinilega í ykkur,“ segja þróunaraðilar leiksins og taka fram að þrátt fyrir að nokkrar uppfærslur hafa verið gerðar frá því að fyrsta serían var gefin út og að enn eigi þeir langt í land.
Nánar um þetta má lesa hér í færslu frá Call of Duty á heimasíðu leiksins.