Fyrsti viðburður þessa árs í tölvuleiknum Overwatch hófst í dag og stendur fram að 15. febrúar.
Overwatch fagnar nýju tunglári, ári tígrisdýrsins, með sérútbúnu efni innanleikjar sem snýr meðal annars að nýjum búningum.
Speedster Tracer fær nýjan búning sem Nezha, sem er verndarguð í kínverskri þjóðtrú og er einnig kallaður Lótusprinsinn. Nezha tekur því á sig mynd Lótusguðsins og fær logandi hjól fyrir fætur ásamt mynstruðu skinni og brjóstaskjöld úr gulli.
Tracer tileinkar sér einnig nokkra eiginleika Nezha og má nefna Wind Fire Wheels, sem gefa henni flug- og hraðakrafta.
Who's ready for some fireworks? 🎆
— Overwatch (@PlayOverwatch) January 24, 2022
Blink into Lunar New Year as Nezha Tracer (Legendary). Overwatch Year of the Tiger begins Jan 25. pic.twitter.com/zY9a2AneGq