Tölvuleikurinn Apex Legends var gefinn út þann 4. febrúar fyrir þremur árum síðan og fagna því útgefandi leiksins, Respawn Entertainment, þriggja ára afmæli um þessar mundir.
Allir leikmenn munu geta innheimt ókeypis pakka í gegnum febúarmánuð auk nokkurra goðsagna (e. legends) í leiknum ef þeir hafa ekki innheimt þær nú þegar.
Afmælisfögnuðurinn skiptist niður í þrjá hluta þar sem að pakkarnir verða gefnir með goðsögnunum Octane, Wattson og Valkyrie.
Frá 8. febrúar til 15. febrúar geta leikmenn unnið sér inn þrjá þemapakka ásamt goðsögninni Octane. Frá 15. febrúar til 22. febrúar verður goðsögnin Wattson gefinn auk þriggja þemapakka en frá 22. febrúar til 1. mars fá leikmenn goðsögnina Valkyrie ásamt þremur þemapökkum og einu goðsagnakenndum pakka.
Nýja serían í leiknum mun einnig búa að góðri uppfærslu á Olympus kortinu, auk nýjum leikham þar sem að níu manna teymi verða að berjast um ákveðin svæði á kortinu með ótakmörkuðum endurlífgunum (e. respawns).