Rare tilkynnti með myndbandi að forsýningarviðburður Sea Of Thieves 2022 mun veita áhorfendum fyrstu sýn á hvað er í vændum hjá sjóræningjaleiknum seinna á árinu.
Í myndbandinu kemur fram að á fimmtudaginn 27. janúar munu þróunaraðilar Sea Of Thieves streyma frá forsýningarviðburði þar sem að áhorfendum er veitt innsýn inn í hvers má vænta af tölvuleiknum á þessu ári auk einhverra stríðnisstikla.
2022 er sagt vera eitt stærsta ár fyrir leikinn og verður því áhugavert að fylgjast með viðburðinum en hann hefst klukkan 18:00 á fimmtudaginn.