Tölvuleikurinn FIFA fær nýjan samkeppnisaðila þar sem að Inc Strikerz munu gefa út frían fótboltaleik, UFL, seinna á árinu.
UFL hefur verið í þróun undanfarin sex ár og búist er við því að hann verði gefinn út af Strikerz Inc seinna á árinu eða „þegar hann verður tilbúinn“.
Stríðnisstikla af leiknum var birt í gær og kemur þar fram að fótboltamaðurinn Christiano Ronaldo er prýddur stjarna leiksins sem var búinn til með Unreal Engine.
Hér að neðan má horfa á stikluna.