Sega bindur enda meir en fimmtíu ára hlaup í japanska spilasalaiðnaðinum. Fjöldatakmarkanir í kjölfar flensunnar settu strik í reikninginn hjá flestum spilasölum og hefur þeim verið lokað hverjum á fætur öðrum.
Spilasaladeild Sega varð sérstaklega fyrir barðinu á því og leiddi að lokum til þess að móðurfyrirtæki þess, Sega Sammy, seldi 85% af spilakassa- og skemmtimiðstöðvum sínum til Genda Inc.
Innifalið í því eru eignir á borð við skemmtanavélar og viðeigandi verðlaun frá Sega og eru þær nú allar í eigu Genda Inc.
Þegar restin af spilakassahlutum Sega hefur verið alfarið afhent Genda, verður Sega Entertainment gefið nýtt nafn, Genda GiGO Entertainment, og öllum vörumerkjum Sega á þessum stöðum verður breytt í GiGO.