Fyrstu persónu skotleikurinn The Anacrusis var gefinn út fyrir nokkrum vikum síðan og nú þegar hafa yfir 200.000 leikmenn drepið meir en milljarð geimvera.
Stúdíóið Stray Bombay, sem hannaði leikinn sagði frá þessum fregnum sínum í gegnum samskiptamiðilinn Twitter síðustu helgi.
Leikurinn hefur verið aðgengilegur í forútgáfu (e. early access) síðan 13. janúar en er forútgáfan óhefðbundin að því leyti að hægt er að spila saman í gegnum mismunandi leikjatölvur og fleira í þá áttina.
Það að leikurinn sé enn í forútgáfu þýðir að hann er ekki fullkláraður og mun þar af leiðandi breytast með tíð og tíma. Þróunaraðilar eru nú um þessar mundir að safna upplýsingum og athugasemdum frá leikmönnum til þess að bæta leikinn.