Þessir leikir koma út í febrúar

Skjáskot úr stiklu leiksins Elden Ring.
Skjáskot úr stiklu leiksins Elden Ring. Skjáskot/Youtube/Bandai Namco

Stysti mánuður ársins, febrúar, verður pakkaður af nýjum tölvuleikjum þar sem að fjölmargir leikir verða gefnir út á næstu dögum og vikum.

Hér fyrir neðan er listi af nokkrum leikjum sem væntanlegir eru í febrúar.

Life is Strange Remastered Collection - 1. febrúar

Life is Strange Remastered Collection kemur út á morgun fyrir PlayStation, Xbox og PC-tölvur. Square Enix gefur út leikinn en hann er hasarævintýraleikur þar sem leikmenn eru settir í hlutverk Max Caulfield, ljósmyndanemi sem uppgvötar að hún getur farið aftur í tímann á meðan hún reynir að bjarga bestu vinkonu sinni, Chloe Price.



Dying Light 2 Stay Human - 4. febrúar

Dying Light 2 Stay Human kemur út þann 4. febrúar og hægt verður að spila hann á öllum helstu leikjatölvum.

Leikurinn er gefinn út af Techland og er samvinnu bardagaleikur. Leikmenn eru staddir í heim þar sem að vírusinn sigraði og öll siðmenning hrapað aftur til miðalda.

Eina borgin sem býr að einhverju mannlegu er á jaðri eyðileggingar og þurfa því leikmenn að nota herkænskubrögð sín og bardagahæfileika til þess að lifa af og endurmóta heiminn.



Sifu - 8. febrúar

Sifu er nýr tölvuleikur frá Sloclap, sama stúdíó og gaf út Absolver, og kemur út þann 8. febrúar fyrir PlayStation tölvur sem og PC-tölvur.

Sifu er þriðju persónu hasarleikur sem býður upp á svakalega handarbardaga. Leikmenn eru settir í hlutverk ungs Kung Fu nemanda sem er í hefndarhug gagnvart morðingjum fjölskyldu sinnar.



OlliOlli World - 8. febrúar

OlliOlli World er glænýr hjólabrettaleikur í boði Privat Division sem kemur út þann 8. febrúar. Leikmenn hjóla í litríkum heim þar sem þeir kynnast ennþá litríkari persónum innanleikjar og framkvæma ýmis brettabrögð til þess að uppgvöta stórkoslega hjólabretta Guði í ævintýralegu ferðalagi til Gnarvana.

Leikmenn hafa kost á að sérsníða persónur sínar innanleikjar, brettabrögð og stíl auk þess að geta keppt á móti öðrum einstaklingum í gegnum netið. Hægt verður að spila hann á PlayStation, Xbox, Nintendo Switch og PC-tölvum.



Know By Heart - 10. febrúar

Know By Heart er ævintýtraleikur frá Ice Pick Lodge stúdíónu sem snýst um að finna frið eftir missi. Leikurinn kemur út þann 10. febrúar og verður hægt að spila hann á PC-tölvum. 

Leikmenn eru settir í hlutverk Mishu, sem dreymir um að flýja sitt eigið líf. Leikurinn fer fram í rússneskum bæ þar sem að enn má sjá og heyra ummerki og bergmál frá Sovéttímanum.



Lost Ark - 11. febrúar 

Lost Ark er MMO ævintýra-, hlutverka- og bardagaleikur frá Amazon Games sem kemur út þann 11. febrúar. Hægt verður að spila hann á PC-tölvum.

Leikmönnum býðst að uppgvöta glænýjan heim og nýlendur þar sem þeir eltast við fjársjóði og berjast við mótherja. Leikmenn skilgreina bardagastílinn sinn og þess háttar jafnt og þétt í gegnum leikinn.



 Total War: Warhammer III - 17. febrúar

Total War: Warhammer III er þriðji leikurinn í Total War: Warhammer leikjaseríunni. Hann verður gefinn út af SEGA og Feral Interactive þann 17. febrúar og hægt verður að spila hann á PC-tölvum.

Warhammer III er hasar- og herkænskuleikur þar sem leikmenn stíga inn í ríki glundroðans, vídd sem býr að hugarhrylling þar sem örlög heimsins verða ákveðin. 



Horizon Forbidden West - 18. febrúar

Horizon Forbidden West kemur út þann 18. febrúar og verður hægt að spila hann á PlayStation tölvum. Leikurinn er þróaður af Guerilla Games og gefinn út af Sony Interactive Entertainment.

Leikmenn taka sér hlutverk Aloy í þessum hasar- og hlutverkaleik. Aloy býr í deyjandi heimi og er knúin til þess að komast að leyndarmálum á bak við óreiðuna í heiminum og koma reglu og jafnvægi á hann á ný. Hún þarf að kynda upp á gamla vináttu, skapa bandalög og halda lífi í hættulegum aðstæðum.


Elden Ring - 25. febrúar

Elden Ring er nýr hlutverkaleikur frá FromSoftware sem kemur út 25. febrúar og bíða margir eftir honum með mikilli eftirvæntingu. Leikinn verður hægt að spila á PlayStation, Xbox og PC-tölvum.

Leikmenn útbúa sína eigin persónu og sérsníða hana eftir eigin þörfum. Er þetta fjölspilunarleikur þar sem farið er í ránsferðir í dýflissun og kannað dimma heima Elden Rings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert