Chem barónessan kynnt til leiks

Renata Clasc, Chem barónessan er 159. hetja League of Legends.
Renata Clasc, Chem barónessan er 159. hetja League of Legends. Grafík/Riot Games

Það bætast sífellt fleiri hetjur við í tölvuleiknum League of Legends og er búið að kynna til leiks nýja hetju, Renata Glasc, Chem barónessan.

Renata Clasc, Chem barónessan er 159. hetja League of Legends og verður hægt að spila hana í Summoners Rift með uppfærslu 12.4.

Hún er spiluð sem stuðningshetja og er ættuð úr fjölskyldu útsjónasamra efnafræðinga frá Zaun.

Þökk sé framsýni hennar og viðskiptaviti vex hún og verður að mikilvægri persónu í héraðinu. Metnaðarfull og með háþróaða tæknilega arfleifð ætlar hún að fara út fyrir landamæri Zaun.

Hæfileikar

Passive - Hefðbundna árásin hennar merkir óvini hennar sem veitir aukaskaða. 

Q - Handshake sendir flugskeyti úr vélmanna handleggnum hennar sem festir fyrsta óvininn sem hún hittir niður með rótum. Það skaðar óvininn sem hún hitti og rotar þá í augnablik ef að óvinurinn var hetja.

W - Bailout veitir liðsfélögum hennar eða henni sjálfri aukinn hraða gagnvart óvinum, ef að liðsfélagi drepur óvina hetju þá fellur buff tíminn niður. Ef að liðsfélaginn deyr á meðan Bailout er ennþá virkt þá fyllist heilsumælirinn á ný en þeir brenna til dauða á þremur sekúndum. Ef að liðsfélaginn nær að drepa óvina hetju á þessum þremur sekúndum þá hættir hann að brenna.

E - Loyalty Program sendir út chemtech eldflaugar sem verja liðsfélaga og skaða og hægja á óvinum sem þær fara í gegnum. Eldflaugarnar beita einnig áhrifum sínum í kringum hana og sprengja óvini.

R - Hostile Takeover sendir út ský af efnum sem knýr óvini til þess að fara í berserkjaham, við það eykst árásarhraði þeirra og þeir ráðast á allt í kringum þá. Berserk óvinir ráðast fyrst á þeirra eigin liðsfélaga, síðan hlutlausa, síðan lið lið Renata Glasc og síðast Renata Glasc sjálfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert