Gerir samning upp á 460 milljarða

AFP

Sony Interactive Entertainment keypti tölvuleikjafyrirtækið Bungie og hljóðar samningurinn upp á 3,6 milljarða bandaríkjadali en það gera tæplega 460 milljarða íslenskra króna.

„Í fyrsta lagi vill ég taka skýrt fram að Bungie verður áfram sjálfstætt og fjölþætt stúdíó og útgefandi. Þess vegna teljum við skynsamlegt að það sitji við hlið PlayStation Studios stofnunarinnar,“ segir Jim Ryan, forstjóri Sony Interactive Studios, í tilkynningu á PlayStation Blog.

Ryan heldur áfram og lýsir yfir tilhlökkun Sony yfir þeim tækifærum sem þetta samstarf býður upp á.

Yfirmaður PlayStation tjáði sig einnig um málið á Twitter. 

„Ég er virkilega spenntur yfir því að bjóða Bungie velkomið í PlayStation fjölskylduna! Bungie skapa samfélagsdrifna tölvuleiki með framúrskarandi tækni sem er ótrúlega skemmtileg að leika með, og ég veit að öllum hjá PlayStation Studios hlakkar til að sjá hvað við getum lært af þeim og deilt saman.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert