Horde og Alliance taka saman höndum

Skjáskot úr tölvuleiknum World of Warcraft.
Skjáskot úr tölvuleiknum World of Warcraft. Grafík/Blizzard/World of Warcraft

Frá árinu 2004 hafa World of Warcraft leikmenn verið beðnir um að velja sér flokk fyrir persónur sínar, Horde eða Alliance, og spila með þeim flokki.

Tímarnir breytast og hefur leikurinn breyst mikið frá fyrstu útgáfu en Ion Hazzikostas, einn af þróunaraðilum World of Warcraft, greindi frá því á heimasíðu leiksins að möguleiki á sameiningu flokka sé í bígerð.

Vinna saman

Ekki er verið að tala um að flokkarnir heyri undir einn heldur að leikmenn úr sitthvorum flokknum hafi kost á að sækja í ránsferðir, dýflissur og PvP saman, sumsé óháð hvaða flokki þeir tilheyra.

Uppfærslan verður ekki aðgengileg við útgáfu Eternity’s End en áætlað er að hún verði aðgengileg með 9.2.5 uppfærslunni.

Geta spilað saman óháð flokki

Leikmenn geta þá boðið meðlimum hins flokksins beint í hóp í gegnum BattleTag eða Real ID, eða ef þeir eru meðlimir Cross-Faction samfélags WoW.

„Við erum vongóð um að þessar breytingar muni í raun og veru styrkja sjálfsmynd flokka með því að leyfa fleiri leikmönnum að spila með flokknum sem þeim finnst höfða meira til sín hvað varðar gildi, fagurfræði og persónur. Frekar en að finna sig knúinn til að velja á milli persónulegs val þeirra og getu til að spila með vinum sínum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert