Verða ekki einkareknir fyrir PlayStation

Sony keypti Bungie.
Sony keypti Bungie. Skjáskot/PlayStation

Sony tilkynnti að það sé að kaupa Bungie fyrir 3,6 milljarða bandaríkjadali en það eru 460 milljarðar íslenskra króna. Vekur þetta upp ákveðnar spurningar sem snúa að framtíð stúdíósins og einkarétt á leikjum.

Samkvæmt Bungie munu framtíðarleikir sem eru enn í þróun ekki verða einkareknir fyrir PlayStation.

Vilja ná til fólks allsstaðar

Í kjölfar frétta af kaupunum sendi Bungie frá sér einskonar „spurt og svarað“ grein þar sem nokkrar algengar og líklegar spurningar sem snúa að framtíð fyrirtækisins voru teknar fyrir.

Ein af stóru spurningunum var hvort að framtíðarleikir Bungie, sem nú eru í þróun, verði einkareknir fyrir PlayStation? Bungie sagði að það yrði ekki svoleiðis.

„Nei. Við viljum að heimarnir sem við erum að skapa nái til fólks alls staðar sem það spilar tölvuleiki. Við munum halda áfram að gefa sjálf út, vera listræn og við munum halda áfram að keyra eitt Bungie samfélag í sameiningu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert