David Guetta heldur tónleika inni í tölvuleik

Plötusnúðurinn David Guetta.
Plötusnúðurinn David Guetta. David Guetta með Grammy verðlaunin sín

Franski plötusnúðurinn David Guetta færir sig í stafræna heima fyrir sérstaka tónleika sem munu eiga sér stað innan tölvuleiksins Roblox.

Guetta er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn til þess að halda tónleika innan þessa leiks, mbl hefur fjallað um bæði Zöru Larsson og Paris Hilton þegar þær stigu á svið innan Roblox.

Hefjast á miðnætti

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Warner Music og þróunaraðila Roblox. Þeir hefjast á föstudaginn 4. febrúar á miðnætti á íslenskum tíma og verða uppi alla helgina í sérstökum heim sem nýjasta Roblox tækni býður upp á með tilheyrandi sjónrænni sýningu.

David Guetta mun koma fram sem persónuhermir (e. avatar) sinn í geimkenndu umhverfi. Skreytt verður með kristöllum, neon-ljósum, heilmyndum og leiserum. Einnig verða haldnar einhverjar danskeppnir, leyni púsl sem opnar fyrir sérstaka hæfileika og fleira.

Auk þessar skemmtunar og tónleika mun Guetta einnig svara spurningum í einskonar „spurt og svarað“ atriði.

Hér að neðan má horfa á sýnisstiklu sem gefin var út fyrir tónleikana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert