Valentínusardeginum fagnað í FFXIV

Skjáskot af finalfantasyxiv.com.
Skjáskot af finalfantasyxiv.com. Skjáskot/finalfantasyxiv.com

Það styttist óðum í Valentínusardaginn og verður hægt að fagna honum í tölvuleiknum Final Fantasy XIV.

Sérstakur Valentínusarviðburður hefst innanleikjar þann 8. febrúar og stendur fram að 21. febrúar. Þegar hann hefst geta leikmenn farið til Old Gridania til þess að hitta Lisette de Valentione.

Mun Lisette de Valentione mæta leikmönnum með sérstakt verkefni handa þeim tengt Valentínusardegi en leikmenn þurfa að vera að lágmarki í reynslustigi 15 (e. level 15) til þess að geta tekið við verkefninu.

Í verðlaun geta leikmenn fengið nokkrar tegundir búninga eða skraut inn í heimilið sitt, þ.e.a.s ef að leikmenn hafa komið sér upp um heimili innanleikjar.

Einnig verða ákveðnir hlutir frá fyrri viðburðum aðgengilegir í gegnum þernu Valentione.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert