Beðnir um að bíða fram að útgáfu

Dying Light 2 kemur út í febrúar.
Dying Light 2 kemur út í febrúar. Grafík/Techland/Dying Light 2

Tölvuleikurinn Dying Light 2 Stay Human kemur út á morgun og hafa spilarar beðið eftir honum með mikilli eftirvæntingu.

Nú þegar hafa einhverjir einstaklingar komið höndum sínum á leikinn og eru byrjaðir að spila hann en leikurinn býr ennþá að einhverjum gloppum og vandamálum. 

Sýna skilning

Virðast þróunaraðilarnir vera nokkuð uppi með sér vegna þessa og sýna áhugasömum leikmönnum skilning á því að hafa náð sér í leikinn fyrr.

Þróunaraðilar tölvuleiksins Dying Light 2 Stay Human biðja þó leikmannahóp sinn einlægt að bíða eftir útgáfu leiksins, sem verður á morgun, til þess að komast hjá gloppum og fá leikinn fullbúinn í hendurnar.

Spila eins og á að spila hann

„Við biðjum ykkur vinsamlega um að hinkra fram að 4. febrúar þar sem að þá munið þið einnig hafa aðgang að þeim endurbætum og lagfæringum sem við höfum sett inn í leikinn síðustu vikur og viljum kynna fyrir ykkur með fyrstu uppfærslunni,“ segir í Twitter færslu á opinberum aðgangi Dying Light 2.

„Það er rétta leiðin til þess að upplifa Dying Light 2, eins og á að spila hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert