Erfitt að leika friðsælan Arthur

Red Dead Redemption 2.
Red Dead Redemption 2. Grafík/Rockstar Games

Hinn vinsæli tölvuleikur Red Dead Redemption 2 kom út fyrir rúmum þremur árum en þar eru leikmenn settir í hlutverk kúreka, Arthur, sem er knúinn til þess að taka drastískar ákvarðanir sem oft á tíðum ganga gegn gildum hans.

Margir hafa velt því fyrir sér hvort það sé hægt að teljast sem „góður gæi“ í leiknum þar sem að í endann á leiknum er skorið úr um það. Hvort að Arthur fái friðþægingu (e. redemption) en það fer eftir siðferði Arthurs sem reiknast útfrá ákvörðunum sem leikmenn taka í gegnum leikinn.

Hægt að vera kurteis

Það er hægt að kinka kolli til kvenna á götunni og heilla bónda upp úr skónum með því að heilsa þeim líka ef leikmenn kjósa að gera svo, en þegar uppi er staðið eru þeir samt knúnir til þess að drepa, stela og særa persónur innanleikjar.

Reddit notandinn xoogavin hafði mikinn áhuga á þessu og ákvað að telja hversu marga Arthur þurfti nauðsynlega að myrða til þess að geta klárað leikinn. Tók hann því engin aukaverkefni eða myrti neinn af óþörfu - að undanskildum tveimur morðum. Það þýðir að hvert morð þurfti að eiga sér stað til þess að geta klárað leikinnn.

Þrefaldur fólksfjöldi Fordwich

Meðaltal morða hjá friðsælustu útgáfu af Arthur sem hægt er að spila í gegnum sex kafla leiksins voru að lokum 1.149 morð. Það eru mjög mörg lík.

Til samanburðar er það þrefaldur fólksfjöldinn í Fordwich, sem er minnsta bæjarfélagið í Englandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert