GameTíví hefur skipað sér sess í íslenska tölvuleikjasamfélaginu og verið viðvarandi sjónvarpsefni til margra ára eða frá árinu 1998.
Undafarið hefur GameTíví aðallega verið sýnt á Stöð2 Esports og í gegnum Twitch en umsjónaraðilar virðast vera að leggja meiri vinnu í YouTube-rás GameTíví og bæta þar við fjöldamörgum myndböndum.
Myndböndin á YouTube rásinni eru bæði stuttar klippur sem og heil streymi og henta því vel fyrir breiðan áhorfendahóp.
Í samtali við Kristján Einar Kristjánsson hjá GameTíví segir hann markmiðið vera að gera efni aðgengilegra og eins til þess að bjóða upp á efni fyrir þá sem hafa ekki áhuga á heilum streymum.
Hér að neðan má til dæmis horfa á strákana í GameTíví keyra í hermikappakstursleik.