Tilkynnt um staðsetningu næsta stórmóts

PGL Major 2022 fer fram í Belgíu.
PGL Major 2022 fer fram í Belgíu. Skjáskot/pglesports.com

Stórmeistarmótið PGL Major í Counter-Strike fer fram 19. til 21. maí og búið er að staðfesta að það fari fram í Belgíu að þessu sinni. Verðlaunapotturinn hljóðar upp á eina milljón bandaríkjadali en það gera 127 milljónir íslenskra króna.

Mótið var haldið í Stokkhólmi á síðasta ári og var það einn farsælasti CS:GO viðburður frá upphafi en NAVI stóðu uppi sem sigurvegarar.

Margar goðsagnir frá Belgíu

„Við erum ánægð með að fá tækifærið á því að koma aðdáendum og leikmönnum saman fyrir annað CS:GO stórmeistaramót. Belgía er með aðdáundarverðan Counter-Strike aðdáendahóp, og margir goðsagnakenndir leikmenn voru fæddir í þessu landi,“ segir Silviu Stroie, framkvæmdastjóri PGL, í tilkynningu.

„Við erum tilbúin að bjóða upp á magnaða upplifun fyrir aðdáendur inní höllinni og ástríðufullu áhorfendurnar sem fylgjast með að heiman.“

Aðgengileg staðsetning

Belgía var fyrsta val skipuleggjanda stórmótsins vegna þess að það situr í hjarta Evrópu og er stór hluti Counter-Strike samfélagsins staðsettur í Evrópu.

Er staðsetningin því mjög aðgengilegt fyrir alla. Höllin sem mótið verður haldið í, Antwerps Sportpaleis, er líka einungis í 30 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert