Hazelight Studios, stúdíóið sem framleiddi verðlaunaleikinn It Takes Two, hefur samstarf með dj2 Entertainment til þess að búa til sjónvarpsefni úr tölvuleiknum It Takes Two.
Leikurinn fylgir eftir ævintýrum Cody og May, tvær mannskjur sem voru umbreyttar með töfrum í lifandi dúkkur.
Dúkkurnar voru fastar í ævintýralegum heim þar sem þeir þurftu að yfirstíga vandamál í brotnu sambandi á milli þeirra með fjölbreyttum verkefnum til þess að snúa aftur í sitt eðlilega form, verða aftur mennsk. Ástar sérfræðingurinn Dr. Hakim fylgir og leiðbeinir þeim í gegnum þetta ævintýri.
„Að búa til heiminn og söguna í It Takes Two var svo skemmtilegt, bæði fyrir mig og teymið,“ sagði Josef Fares, stofnandi og listrænn stjórnandi Hazelight Studios, samkvæmt Variety.
„Þar sem leikurinn býr að sterkum söguþræði með mörgum klikkuðum persónum og alveg jafn klikkuðum samvinnu hasaratriðum, eru möguleikarnir á því að færa leikinn yfir á hvíta tjaldið risastórir.“
Leikurinn er einstakur að því leyti að það er ekki hægt að spila hann einsamall, það þarf tvo einstaklinga til þess að spila hann - ýmist í raunheimum með vin eða í gegnum netið með öðrum.
It Takes Two kom út í mars á síðasta ári og hefur unnið til margra verðlauna, meðal annars var hann kosinn leikur ársins 2021 og yfir þrjú milljón eintök af leiknum voru seld í október á síðasta ári.