6,5 milljón leikmenn á fyrstu vikunni

Pokémon Legends: Arceus.
Pokémon Legends: Arceus. Grafík/Nintendo

Pokémon Legends: Arceus hefur selst í 6,5 milljón eintökum um heim allan á fyrstu viku eftir útgáfu, gerir það leikinn að mest selda Switch leikjum hingað til.

Leikurinn kom út 28. janúar og tilkynnti Nintendo á opinberum Twitter-aðgangi að leikurinn hafi náð til 6,5 milljón einstaklinga nú þegar.

Til samanburðar seldust sex milljón einstök af Pokémon Sword and Shield og Pokémon Brilliant Diamont and Shining Pearl.

Nálgun leiksins er aðeins meir í áttina að opnum heim heldur en hefðbundnir leikir frá Pokémon og er ljóst að leikmenn kunna vel við þessa stefnu.

„Takk fyrir meir en 6,5 milljón landkönnuði um heim allan sem hafa nú þegar tekið á spennandi og nýju ævintýri í Pokémon Legends: Arcecus,“ segir í tístinu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert