Fagna sögu blökkumanna

Xbox fagnar sögu blökkumanna allan febrúar.
Xbox fagnar sögu blökkumanna allan febrúar. Skjáskot/Xbox

Xbox fagnar sögu blökkumanna í heilan mánuð þar sem að þróunaraðilar og efnishöfundir með dökka húð njóta sviðsljóssins meir en aðrir allan febrúar.

Fyrirtækið tilkynnti áætlanir sínar í bloggfærslu, þar sem efnishöfundurinn Albert Dankwa sagði að Xbox myndi „fagna leikjum sem uppsprettu gleði, tengingar og sjálfsumhyggju fyrir marga í samfélaginu.

Fyrirtækið hefur fagnað mánuði blökkumanna síðan árið 2020 og vekur þar með athygli á atvinnumönnum með dökka húð og þeirra framlaga í tölvuleikjageiranum.

Xbox er með mörg verkefni á sínum höndum í gegnum þennan mánuð og nánar um það má lesa í bloggfærslunni sjálfri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert