Selst hraðar en PlayStation 4

Nintendo Switch.
Nintendo Switch. Skjáskot/youtube.com/DetroitBORG

Nintendo Switch tölvan hefur selst í yfir 103,54 milljónum eintökum um allan heim en það eru tíu milljón fleiri síðan í september. Hefur Switch þar með farið fram úr Wii-tölvum sem seldist í 101,63 milljónum eintaka.

Þrátt fyrir að Nintendo Switch sé að seljast með miklum árangri þá nær hún ekki titlinum sem farsælasta leikjatölvan frá Nintendo. Yfir 154 milljón eintök seldust af Nintendo DS leikjatölvunum á líftíma þeirrar tölvu, og blendings útgáfan af Switch hefur ekki náð sama fjölda.

Hinsvegar er það mjög áhugavert hversu hratt Nintendo Switch tölvurnar eru að seljast ef við tökum Wii U tölvurnar til samanburðar. Wii U seldust í 13,5 milljónum eintökum á sínu skamma sölutíma, snemma á öðrum áratug þessar aldar, en Nintendo Switch tölvur seldust í 18,95 milljón eintökum fyrstu níu mánuðina sína eftir útgáfu. 

Nintendo Switch er að seljast hraðar en Wii, PlayStation 4 og Playstaion 2 tölvur frá útgáfu hverrar tölvu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert