Ástbjört Viðja
Reykjavík International Games, RIG, fór fram um helgina og var keppt í tölvuleikjunum Dota 2, Fifa 22, League of Legends og Rocket League.
RIG var fyrst haldið árið 2008 en þetta er fyrsta árið sem keppt er í Dota 2 á RIG og alls tóku átta lið þátt í þeim leik. Þeir sem skipulögðu Dota-hlutann á RIG voru Bergur Árnason, Vigfús Karl Steinarsson, Viktor Birgisson og Ægir Björn Frostason.
Keppt var í útsláttarkeppni og kepptu liðin Mojsa Fan Club og Raggi og Cores um fyrsta sætið. Raggi og Cores unnu síðasta Almenna mótið í Dota 2 en Mojsa Fan Club hafði betur af í RIG og náðu fyrsta sætinu með 2-0 sigri.
Í Mojsa Fan Club spiluðu Endakallinn, Billie, Consequence, Trummy og JellyFizhH.
Í Raggi og COres spiluðu R4ng4r, b1x, Alvöru keyrsla, MojsLA og sæta_gella99.
Spilað var í rafíþróttahöllinni Arena og streymt var frá keppninni á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.
Hér að neðan má horfa á úrslitaleikinn en í gegnum þennan hlekk má finna alla leiki Dota-mótsins.