Prada hefur samstarf með tölvuleik

Riders Republic og Prada hefja samstarf.
Riders Republic og Prada hefja samstarf. Skjáskot/YouTube/Ubisoft

Prada hefur samstarf með Ubisoft með því að bæta við Prada Linea Rossa tískulínunni inn í útivistaríþrótta tölvuleikinn Riders Republic.

Leikurinn býður leikmenn velkomna í einskonar MMO leikvöll þar sem þeir fá að upplifa spennandi útivistarafþreyingu í glæsilegum bandarískum þjóðgörðum. 

Leikmenn tengjast, keppa, sýna kúnstir sínar og framkvæma ýmis brögð í íþróttum á borð við hjólreiðar, skíði, snjóbretti og fleira.

Mikið um að vera

Frá og með deginum í dag munu leikmenn geta skoðað félagsmiðstöð Riders Republic með áhugaverðum stöðum skreyttum Prada Linea Rossa litunum og sökkt sér niður í þessa nýju þemabundna og spennandi upplifun.

Leikmenn geta einnig öðlast sérstök útlit með því að keppa í vikulegum áskorunum, með því að klára samninga frá Prada innanleikjar eða með því að skora á vini sína í varanlegum viðburði að nafni „Prada Beyond The Line“.

Falið Prada-páskaegg

Auk annarra skemmtilegra hluta má finna sérstakt Prada páskaegg innanleikjar en eftir tímabilið, sem stendur yfir til 16. mars, verður páskaeggið látið vafra frjálst um leikinn. Hafa þá leikmenn eina viku til þess að finna það og opna fyrir sérstök verðlaun.

Prada Linea Rossa tískulínan er einnig til sölu í raunheimum og hægt er að skoða í gegnum vefverslun Prada eða með því að versla í búðum í kjötheimum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert