Valorant samfélagið hefur tekið saman höndum og ákveðið að halda svokallað Liðsstjóramót næstu helgi.
Liðsstjóramótið fer þannig fram að áhugasamir sækja um þátttöku í mótið og núna á föstudagskvöldið klukkan 19:00 munu valdir liðsstjórar kjósa leikmenn í sín lið. Verður það gert í beinu streymi á Twitch-rásinni dethkeik.
Þeir liðsstjórar sem kjósa í lið eru; Addi, Loggi, Dethkeik, Blo, Psycho, Beninho, Tourette og minidegreeze.
Leikir verða svo spilaðir á laugardaginn og sunnnudaginn en úrslitaleikir fara fram næstu helgi.
Skráning og nánari upplýsingar um reglur mótsins má nálgast í gegnum þennan hlekk.