Stórir leikir með opnum heim gefa þróunaraðilum fjöldamörg tækifæri til þess að fela páskaegg eða önnur „leyndarmál“ innanleikjar.
Techland nýtir sér þessa eiginleika opinna heima og býr Dying Light 2 að leyndu herbergi sem fyllt er af tilvísunum í páskaegg fyrri leikja frá fyrirtækinu.
Í sama herbergi er að finna teikningu fyrir vopn sem kallast Vinstri Fingur gloVa. Vopnið er einstakt að því leyti að notist leikmenn við það þá myndar persónan fingrabyssu á vinstri hönd og skýtur raunverulegum skotum með „byssunni“.
Hér að neðan er myndband sem sýnir hvar páskaeggið er að finna.