Streymirinn og viðskiptakonan Amouranth hótar Spotify að fjarlægja rapplagið hennar af Spotify ef að spjallþáttur Joe Rogans verður ekki tekinn af veitunni.
Amouranth sat efst á lista yfir kvenmenn sem fengu mesta áhorfið á streymisveitunni Twitch þrátt fyrir að vera mjög umdeild en hún hefur ítrekað verið bönnuð tímabundið frá veitunni vegna óviðeigandi hegðunar.
Amouranth hefur gefið út eitt lag, Down Bad, á Spotify og samkvæmt veitunni býr hún að 1.501 mánaðarlegum hlustendum.
Ólíklegt er að Spotify taki þessu alvarlega þar sem að spjallþáttur Joe Rogans býr að ellefu milljón hlustendum að meðaltali.
Í spjallþættinum fær Joe Rogan til sín gesti úr ýmsum áttum með mismunandi skoðanir á hlutunum og ræðir Rogan því margvísleg málefni við gestina.
Hefur Rogan verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young hótaði því sama og Amouranth vegna ákveðinna þátta Rogans þar sem rætt var um sprauturnar og faraldurinn.
Rogan fékk m.a. til sín höfund fyrstu ritrýndu vísindagreinanna um mRNA tæknina og einkaleyfanna sem gefin voru út á því sviði, Dr. Robert Malone.
Einnig fékk hann til sín Dr. Peter McCullough, hjartasérfræðing sem einnig er lyflæknir og með meistaragráðu í faraldsfræði. Hann hefur komið að meðferð mörg hundruð Covid sjúklinga með góðum árangri og jafnframt verið kallaður til vitnis sem sérfræðingur um Covid af þinginu í Washington, Texas og Suður-Karólínu.