Fjölspilun án áskriftar í boði um helgina

PlayStation 4 leikjatölva.
PlayStation 4 leikjatölva. Ljósmynd/Unsplash

Í tilefni Valentínusarhelgarinnar mun Sony Interactive Entertainment keyra á gjaldfrjálsri fjölspilun á leikjum sem krefjast PlayStation Plus áskriftar.

Fjölspilunarhamur fyrir PlayStation 4 og PlayStation 5 leiki verða því aðgengilegir án áskriftarinnar á morgun og fram á mánudag. Leikmenn sem vilja taka þátt í þessum viðburði vera þó að eiga PlayStation Network aðgang.

Tíst var frá þessu á opinbera og evrópska Twitter-aðgangi PlayStation.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka