Nýr spjallþáttur hefur göngu sína og heitir hann Gullspjallið. Í Gullspjallinu fara Hreiðar Páll Ársælsson, Markús Pálmi Pálmason og Guðjón Jósef Baldursson yfir stöðu vikunnar í Almenna bikarnum og ræða það sem er að gerast í Overwatch samfélaginu, bæði á Íslandi sem og erlendis.
Einnig munu þeir fá til sín góða gesti í spjall til þess að gefa þeim meiri innsýn inn í það sem búið er verið að gerast og umræðuefni hvers þáttar fyrir sig.
Fyrsti þátturinn fór í loftið síðustu helgi en það vantaði Markús. Þátturinn var sýndur á Twitch-rás Hreiðars og stefnt er að gefa út þátt vikulega en þeir munu framvegis vera sýndir á Twitch-rás Overwatch samfélags Íslands.
„Fyrsti þáttur var núna á sunnudaginn síðastliðinn og gekk það frekar vel þar sem að það stoppuði við 80 og eitthvað manns til þess að hlusta á okkur blaðra,“ segir Hreiðar í samtali við mbl.is.
„Við erum tiltölulega nýbyrjaðir með þetta þannig að við erum ennþá að átta okkur á því hvernig við viljum hátta þessu, þar sem að enginn okkar hefur verið með svona spjallþætti áður.“
Strákarnir hafa þó allir góða reynslu af leiknum og samfélaginu sem lýsendur í Almenna bikarnum í Overwatch auk þess að keppa allir sjálfir í leiknum.
Hér að neðan má horfa á fyrsta þátt Gullspjallsins.