World of Warcraft leikmenn munu geta kannað nýja svæðið, Zereth Mortis, eignast nýja bandamenn og mætt Jailer sjálfum á ný þegar að síðasta uppfærsla Shadowlands, Eternity's End kemur út. Uppfærslan fer í loftið 22. febrúar.
Eternity's End er lokakaflinn í Shadowlands, uppfærsla 9.2, og mun spennan ná hámarki sínu með nýrri ránsferð (e. raid), í Grafhýsi Hinna Fornu (e. Sepulcher of the First Ones).
Í henni munu leikmenn vinna að því að stöðva áform Jailers sem snúa að því að endurskrifa reglur raunveruleikans.
Nýlega bárust fregnir af því að leikmenn úr sitthvorum flokknum muni á næstunni geta sótt ránsferðir saman en það hefur aldrei verið hægt áður. Sá eiginleiki verður ekki aðgengilegur með 9.2 uppfærslunni en áætlað er þetta verði mögulegt með 9.2.5 uppfærslunni.