Twitch herðir reglur

Twitch
Twitch Ljósmynd/Caspar Camille Rubin

Streymisveitan Twitch birti færslu á heimasíðu sinni í gær þar sem tilkynnt var um herðingu á reglum um notendanöfn aðganga. Nýja stefnan tekur gildi 1. mars.

Nafnaval hefur verið vandamál í langan tíma þar sem að notendur velja ýmist klúr og dónaleg notendanöfn eða jafnvel notendanöfn sem eru óviðeigandi af öðrum ástæðum.

Twitch er vettvangur fullur af börnum og vill því Twitch ekki að notendur beri nöfn sem vísa í kynferðislegt atferli, kynferðislega örvun, líkamsvessa eða kynfæri. Notendanöfn sem vísa í vímuefni eru einnig talin óviðeigandi að undanskyldu áfengi, tóbaki og kannabis.

Munu aðgangar sem bera notendanöfn sem brjóta gegn herðingu reglnanna verða neyddir til að gangast undir tafarlausa endurstillingu á nafni. Twitch tryggir þó að notendur sem þurfa að skipta um notendanöfn haldi öllum fylgjendum, áskrifendum, bitum og sögu.

Nánar um þetta má lesa í tilkynningunni sjálfri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka