Gullspjallið hóf göngu sína í síðustu viku og er nú annar þáttur Gullspjallsins gefinn út. Í Gullspjallinu ræða þeir Hreiðar, Markús og Guðjón um stöðu Overwatch deildarinnar á Íslandi og eins hvað er um að vera í samfélagi þess leiks.
Fyrst ræddu þeir um stöðuna á deildinni en þar sitja Böðlar og Atgeirar í efstu tveimur sætunum á meðan XY eSports, Musteri og Bölvun keppast um þriðja og fjórða sætið. Vert er að minnast á að þeir sem ná fjórum efstu sætunum í deildinni fá þátttökurétt í úrslitakeppninni.
Einnig var farið yfir leiki vikunnar og var þar farið vel yfir viðureignirnar sem og úrslitin.
Sýnt var frá fimm bestu spilum vikunnar en þá voru sýndar fimm aðsendar klippur úr leikjum þar sem að leikmenn mótsins sýna frá sínu besta spili jafnt sem sínu versta.
Dagskráarliðurinn Grillhorn Fenris er einnig hluti af Gullspjallinu en þá fær Markús til sín góða gesti, í þetta sinn var það leikmaðurinn ILO hjá XY eSports.
Grillhornið hefur þann tilgang að „grilla gestina“. Hvort sem það er með bantri, skemmtilegum staðreyndum, óþægilegum spurningum eða jafnvel bara tilgangslausum fróðleik.
Stefnt er á að hafa Gullspjallið vikulega og reynt er að hafa nýjan gest í hverri viku, á sunnudögum klukkan 20:30.
Hægt er að fylgjast með á Twitch-rás Overwatch á Íslandi en nýjasta þátt Gullspjallsins má horfa á hér að neðan.