Nintendo stefnir ekki á að fylgja öðrum fyrirtækjum í sýndarveruleikaheiminn (e. metaverse) eins og staðan er núna.
Í nýlegri Spurt og Svarað grein frá fyrirtækinu var forstjóri Nintendo, Shunatro Furukawa, spurður hvort að Nintendo hefði í hyggju að innleiða sýndarveruleikaheiminn og NFT.
Fyrirtækið segist ekki vita hvort að sýndarveruleikaheimurinn hafi eitthvað „ferskt, óvænt og skemmtilegt“ að bjóða Nintendo.
„Sýndarveruleikaheimurinn hefur fangað athygli margra fyrirtækja víðsvegar um heiminn og býr að miklum möguleikum,“ segir Furukawa.
Síðan bendir hann á að það hreinlega passar ekki við stefnu Nintendo um þessar mundir.
„Sem stendur er engin auðveld leið til þess að skilgreina hverskonar skemmtun sýndarveruleikaheimurinn getur fært viðskiptavinum okkar. Sem afþreyingarfyrirtæki, leggjum við mesta áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar upp á ferska og óvænta skemmtun.“