Rafíþróttahöllin Arena mun í fyrsta skiptið hýsa Zoner's Paradise mótið en það fer fram síðar í mánuðinum, 27. febrúar.
Zoner's Paradise er stærsta íslenska mótaserían í tölvuleiknum Super Smash Bros Ultimate fyrir Nintendo Switch en það er einn vinsælasti bardagaleikurinn á Íslandi í dag.
Mótið hefst klukkan 14:00 og kostar 1900 krónur að taka þátt en einungis 1000 krónur fyrir þá sem eru yngri en sextán ára.
Hingað til hefur mótið farið fram í Frostaskjóli í KR heimilinu en vegna breyttra aðstæða mun Arena hýsa mótið núna.
Erlingur Atli, mótshaldari segir í samtali við mbl.is að honum lítist ótrúlega vel á að færa mótin yfir í Arena og vonast jafnframt eftir því að þetta muni opna á fleiri möguleika.
„Arena er þjóđarleikvangur Íslendinga þannig að þađ ađ gæđin munu bara fara upp! Og vonandi opnar þetta tækifæri fyrir eitthvað stærra.“ segir Erlingur Atli, mótsstjóri í samtali við mbl.is.
Nánari upplýsingar um mótið, skráning og reglur má finna í gegnum þennan hlekk.