Fagna seríu tvö með viðburðum

Sería tvö af Warzone hófst í gær.
Sería tvö af Warzone hófst í gær. SKjáskot/RavenSoftware

Það var stór dagur í gær fyrir Warzone leikmenn þar sem að sería tvö hófst í gær og urðu miklar breytingar á leiknum auk þess að viðburðir fara af stað til fögnuðar þess.

Upplýsingar og samantekt á uppfærslunni var birt á heimasíðu Raven, sem stendur á bakvið leikinn, óhætt er að segja að uppfærslan sé gríðastór vegna þess að hún tekur 16.9 gígabæta geymslupláss á PC-tölvum en 20.8 gígabæt sé Modern Warfare uppfært á sama tíma.

Allar upplýsingar um uppfærsluna má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

Spennandi tímar framundan

Í sömu tilkynningu kemur fram að frá 25. febrúar til 4. mars mun Raven bjóða upp á gjaldfrjálsa spilaprufu fyrir þá sem ekki hafa prófað leikinn til fögnuðar útgáfu seríu tvö.

Þar getur fólk fengið aðgang að glænýrri uppvakningarupplifun sem kallast Outbreak. Hún býr að fjölspilunarkortum og innifalið í þeim er nýja kortið Apocalypse. 

Á sama tíma fer fram Outbreak áskorunarviðburður þar sem að leikmenn geta unnið sér inn ýmis verðlaun með því að taka á og klára áskoranir í Warzone og Black Ops með Outbreak hamnum.

Helgina 26. febrúar fram að 1. mars fá allir leikmenn tvöfalt fleiri reynslustig sem og vopnareynslustig við spilun Black Ops Cold War og Warzone til fögnuðar nýju seríunnar,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert