Til þess að fagna frábærum árangri við útgáfu tölvuleiksins Lost Ark hefur Amazon Games og Smilegate ákveðið að verðlauna leikmannahóp sínum með sérstökum hlutum innanleikjar.
Leikurinn kom út í síðustu viku og er strax kominn í annað sæti á lista yfir mest spiluðu leiki á Steam allra tíma. Lost Ark náði yfir milljón virkum spilurum samtímis en einungis fimm leikir hafa náð því að meðtöldum Lost Ark.
Tilkynnt var um gjöfina í sömu tilkynningu og Amazon Games gaf út varðandi væntanlega netþjóna fyrir Evrópu. Mikil þörf er á fleiri netþjónum til þess að draga úr biðtíma til þess að komast inn í leik.
Gjafirnar verða aðgengilegar á sama tíma og nýju netþjónarnir fara í loftið, 1. mars.
Leikmenn fá nokkrar verðlaunakistur sem búa m.a. að reiðskjótum (e. mounts) og vopnum auk annarra gjafa en nánar um það má lesa í tilkynningunni sjálfri.